með geislabaug og hörpu
ég hefst á loft til himna
en lykla-Pétur hafnar mér
ég hrópa, vængbrotna og hrapa
lendi við hásæti satans
og mér líður líkt og apa
með geislabauginn um hálsinn
ég græt við glóandi steina
vængirnir teknir
og hófar taka við af tám
ég er púki
ég er dæmdur í eilífð í helvíti
enginn vill að ég strjúki
svo ég er settur í læstan klefa
að ég strjúki núna
það ég svo stórlega efa
ég er fastur hér það sem eftir er
og þykir það frekar súrt
því að botn helvítis
er bað af blóði
og ég er að drukkna í því
ég dett niður og dey

-The Poet
you think I'm different, when we are truly the same, I only show what others hide.