Ég ber mig gegnum lífið alveg hreint,
Er að takast á við hana svo illskeytt,
Hún ber mig niður andlega svo fast,
Eitt rangt orð frá mér þá fær hún kast,

Ég er á barmi örvæntingar ó já,
Er að pæla að hlaupa henni frá,
Bara pakka niður svo auðvelt það nú er,
Ef ég geng út nú þá veit ég hvað mér ber,

Að snúa ekki aftur aldrei um öxl líta,
Er svo þreyttur að við hana kíta,
Aka út í myrkrið og hverfa út í eitt,
Frá byrjun hefur ást okkar ei verið neitt.

Giftum okkur en hún virtist svo góð,
Allt byggt á lygi því eftir varð hún óð,
Peningarnir voru ávallt mál,
Þess vegna lyftum við skál.

Allt búið nú er,
Því í myrkrið ég fer,
Burt henni frá,
Því heiminn vil sjá.