Náttununar barnið, horfir út um himinblá augu sín
á fjöllin háu sem rísa uppúr iðrum jarðar
líkt og háhýsi stórborgarinnar
sem skyggir á götuna fyrir neðan það
en er þó svo friðsælt

Vötnin sem spegla blá himininn
líkt og stórt málverk í miðjum dalnum
fuglana sem syngja sumarið til sín
í lifandi málverki vatnsins
og gefa því tón

Sólin geislar á lífið sem baðar sig í fegurð sinni
og niðurinn í ánni gerir söng fuglana að tónverki
barnshlátur í fjarska, og fegurð náttununar
Sumarið er komið og lífið er yndislegt
sætt sem súkkulaði sem bráðnar í munnvikum mínum
og fagurt sem blómadísin sem ég sé ekki ljósið fyrir


Gleðilegt sumar hugi.is/ljod