Leitin að lífinu

Hvar er lífið sem ég taldi að væri selt í stórmarkaðnum
innanum pakkasúpur og kex?
Já, hvar er það líf, þetta staðlaða líf?
Ég finn það hvergi.
Ég leita búð úr búð frá kaupmanni til kaupmanns í Smára og Kringlu,
er jafnvel með stjörnukíki til að leita.
Er það að finna hér í sólkerfinu þetta líf sem ég leita að?
Hafa vísindamenn uppgötvað það og stílfært til fjöldaframleiðslu?
Dauðann finn ég og er þó ekki að leita.
Hann er í sígarettunni og ljósum prýddum skemmtistöðum.
Hann er sveittur á dansgólfinu í alsælu.
Hann er í strætinu, hann er í kogganum, hann er í rauðsprittinu rámur og hás.
Hann læðist að vitundum grunlausra barna í formi saklausra leikja,
hann er í barnapíunni sem horfir á „meinlaust“ porn með flekklausa kærastanum sínum.
Dauðinn er ríkjandi alls staðar í fréttunum, jafnvel í saklausum kosningum og fegurðarsamkeppnum.
En hvar er þetta líf sem mér var heitið í vöggunni og á leikskólanum áður en barna-
pían kom og spillti minni vitund, áður en fréttirnar smugu inní sálina?
Já, því finn ég það ekki í hillunum innanum tískuvörurnar?
Bandið spilar dauðamarsinn og sveittur strákur á skemmtistað dansar með og hrekklaus stelpa dansar með án þess þó að vita við hvaða mars hún er að dansa.
Og börnin byrja að syngja „Þá var kátt í höllinni“ við lag dauða bandsins.
Þetta er ljóð mitt til þín, já til þín sem kannt að geyma mitt líf.
Brjóst mitt er fullt af ótta og samviska mín er svört eins og samviskur virðulegra borgara.
En góðborgarar finnast ekki lengur það eru bara rík svín sem felast í fílabeinsturnum með dauðann ræktaðan í görðunum sínum. Það er bara samviskulaust ríkt fólk sem hefur áhyggjur af sveiflum hlutabréfamarkaðarins og það er fólkið sem stal lífinu í frelsisins nafni.


En ég? Hvernig verð ég ef ég efnast einn daginn?
Verð ég þá partur af því sem ég fyrirlít?
Verð ég þögull partur af auðvaldi.
Verð ég þá hluti þessa valds sem um mannslíf ekkert skeytir.
Verð ég partur af líflausu afli peningamaskínunnar?
Ég sem þrái líf, þetta saklausa innihaldsríka líf.
Þetta líf var eitt sinn til, það veit ég því ég hef lesið um það í bókum.
Ég hef lesið um gömlu gildin, um gömlu fjölskyldueininguna.
En finn ekki það sem ég leita að í mínu lifanda lífi, þó ég leiti búð úr búð.
Allt annað er þó að finna svo sem hægindavörur, hagræðingarvörur og
vörur sem „allir“ þurfa að eiga. En gildin finn ég hvergi.
Því frjálshyggjan hefur leyst spilltasta eðli mannsins úr læðingi og hin gömlu og góðu gildi vikið fyrir markaðnum. Ég þrái einfaldleikann og öldungaráð vitiborinna ekki reglugerðamaskínu bakarísdrengjanna sem auðinn fengu í arf.
Er ósk mín óraunsæ og barnaleg?
Er þetta ósk vitfirrts manns sem kann ekki hinn spillta leik?
Eða er ég einn óspilltur með réttmætar óskir?
Ósk mín um endurreisn fjölskyldueiningarinnar verður seint uppfyllt í þeim veruleika sem er ríkjandi í nútímanum.
Frjálshyggjan, hægristefnan, hefur kviksett lífið og við syngjum öll jarðarfararsálminn djúpt inni í sálum okkar ómeðvituð, þar sem við keyrum á óráðlegum hraða í gegnum tilveruna. Blind leit að lífsgæðum og allaveganna hægindum hafa tekið það líf sem ég sækist eftir að lifa að eilífu Amen.

Vitund.

Ég lagði eyra mitt upp að veggnum
og heyrði rödd þína hvísla til mín
allri þinni visku.
Ég sneri andlit mínu upp í hvassan vindinn
og fann þá reiði þína
út í okkur öll.
Ég lagði höfuð mitt á hart grjótið,
þar fann ég snertingu þína
strjúkast við vitund mína,
ég horfði á báan himininn
og fann þá ást þína skilyrðislausa.
Ég lingdi aftur augum mínum
og sá þig.
En er ég opnaði augu mín aftur
varst þú horfin…

Hið eilífa upphaf.

Strætin tóm
og litlir sviftivindar þjóta.
Ég er ekki þar, það er engin þar…

Ég er í vindinum…
fastur í hinu eilífa upphafi,
sem engan endi hefur…
á eilífum byrjunarreit…

Mín ferð hefst og endar,
hefst og endar,
án þess að ég taki spor…

Haugskonungur.

Sál þín súr og bitur
af svikum og prettum er
þú aumkar þig líklegast mjög
þegar engin sér.

Unir þér best
mykjufjalli á
þar sem á toppnum trónir þú
enginn annar bita af því má fá.

Auðurinn þig á
kvelur og pínir
harmar mjög
ef einum, tveim þú týnir.

Þú ert mannana mestur
yfir heiðarlegan almúga hafin
drottnari undirheima
hrikalega kvalinn.

En þú neyðist til að umgangast oss
snauðan almúga mann
ég vil þig ekki dæma hart
Guð það einn getur hann.

En samt get ég sagt að að mér læðist sá grunur
að til heljar farir þú
nema auðnum þú deilir
með mér hér og nú.

Og að þá frið munir þú fá
í þitt sinni
verða Guði þóknanlegur
og í himnaríki fá inni…

Hann.

Hann vakir
nætur sem daga
með sjáöldur út þanin
gnístandi tönnum
í heimi hliðstæðum, óþekktum
þar sem hann er mitt á milli
veru og óraunveru.

Hann verður óðmála
og veður fram úr sjálfum sér
óstöðvandi.
Og hann lítur geðveikislegum
blóðhlaupnum augum til mín
áður en hann æðir að mér
með froðu í munnvikum og svartur á vörum
og hverfur…


Fallegaveröld.

Spangólandi af eiginn fylli,
sjálfsins nægja.
Slæmt yrði að ég niður skylli,
sviðna jörð þá yrði að plægja.

Sýn mín skýr, ég er upp fullur og hír
og ég geng inn í parardísargarða
þar er viskan býr.
Verð þar í skjóli frá heiminum harða.

Mærð mín á í sálinni heima
rís upp líkt og skínandi hjól
og ég stikla um á milli framandi heima, um himingeima.
Get allt jafnvel klætt mig í kjól…


Frá Trekillisvík


Brennivín var mín móðurmjólk,
reif mig uppúr minni vöggu
höggin dundu á móður minni sem hafði tekið
upp samband við Prest og fyrverandi löggu.

Mér voru kend fantabrögð sem ég lærði að nota
hvenær sem á þirfti
móðir mín Prestinn reindi að rota
og mig hirti

Ég átti stjúpbróður
móðir mín hann lamdi
Útí hornið þann feita karamdi.
Eftir að ég beit mig og sagði hann hafa gert það
Eftir að ég beit mig og sagði hann hafa gert það
Ég var 7 ára og fanst ekkert að.

Kassar af brennivíni komu með skipi norður í trekillisvík
Það var legið í því með börninn upp á fjöllum
Að leika sér með tröllum
sem runninn voru í stein, þetta voru steinrunnin lík.
Sumurinn mín voru slík.

Sumarið 93.

Þetta er sumarið ‘93
Sumarið sem við hengum niðrá torgi með hanakamba
drekkandi menntolspritt
sem við keyptum í Apotekinu þar niður frá
og borðandi Artan og aðrar pillur
sem við skoluðum niður með áður sögðu spritti
þetta sumar var líf okkar ekki raunverulegt.
Við letum eins og það yrði engin morgundagur.
Ekkert skipti okkur máli.
Í okkar hugum vorum við ósnertanleg.
Þetta var sumarið er við litum dópsalan,
hina eldri og krimma sem hetjur.
Ósigrandi hetjur.
Þetta sumar vildum við verða eins og þeir
verða líka ósigrandi.
Þetta sumar föðmuðum við
að okkur bjarta nóttina
og liðum útaf í faðmi dauðans.
Þetta sumar var ég 17 tján
og fannst ég vera stór.
Þetta var sumarið ’93…


Sumarið ‘93
(önnur útgáfa)

Þetta er sumarið ’93
Sumarið er við unglingarnir héngum niðrá torgi með hanakamba
drekkandi menntolspritt sem við keyptum í gamla Reykjarvíkur apoteki
sem var þar niður frá

Þetta sumar var líf okkar ekki raunverulegt.
Við hámuðum í okkur Artan og aðrar pillur
eins og okkur væri borgað fyrir það.
Veruleikin varð að skrítnum draumi
og af svefni okkar við vildum ekki vakna

Þetta sumar horfðum við á riddara götunnar líða hjá
eins og hermenn eftir orustu
þetta sumar þráðum við að verða eins og þeir
verða ósigrandi hermenn líka

Þetta var sumarið er við vorum ung og óreynd
líf okkar krakkanna var örugt, bein leið í átta ólifjan
þetta sumar föðmuðum við að okkur nóttina
og liðum útaf í faðmi Dauðans
þetta var sumarið 1993.

Borgin okkar Reykjavík.

Borgin okkar Reykjavík er bæði köld og grimm,
ógæfunar menn þar um nætur ráfa
en er hulu næturinnar er svift af himni
kaldir þeir þá hörfa í skotin dimm.

Og inni á dimmum bar situr dapurt fólk er syrgir þá dauðu
inn á barinn villast stökusinnum óreyndar stúlkur
sem í stutta stund fylla allt þar af lífi
en flestir sjá hvernig líf þeirra fer er líta í þeirra augu.

Einnig í okkar fögru borg eru drengir sem gæla við nálar.
Þeir bjóða skuggum sínum upp í viltan dans
er þeir dansa á götunum fínu
þar til flestir þeir deija í huldnum húsum í borginni sem þá dró á tálar.




Raunveran.

Hann gengur um reikull í spori
ei hugann festir við neitt.
Leitar eftir því sem er ekki til
leitar þar til hann deyr.
Hugann hann herðir með spítti.
Sér ei að hann er lifandi lík.
Dagsljós hann ekki þolir
finnur sér skuggsælan stað
hugsar, reynir að hvílast
finnst eitthvað vera að.
Á götunni er Deildin á hverju horni, sér litla von.
Raunveruleikanum sviftur, týndur.
Örvæntingarfullur leitar að friðsælum stað.
Leitar en finnur ei neinn…

Deildin=Fíkniefnarlögreglan.

BRJÓSTMILKI NGUR.

Ég er brjóstmilkingur dauðans
Brennivín ég drekk
Máttugur er himinn kvöldroðans
Þar sem ég sit einn á bekk.

Heldra fólk í heilsubótar göngum
Lítur ræfilinn mig
Vökvinn heldur mér föngum
Og ég kalla á þig.

Já, Guð almáttugur hví skópstu þennan mann
Sem um stræti ráfar puntaður
Með brostnar vonir sem hann ann.
Sem var eitt sinn fullgildur maður,
fullgildur maður…







Haust.

Grasið græna
er farið að fölna,
einnig er hugur minn
farinn að bresta…

Kanski það
hausti líka í huga mér?


Dans.

Dansar
berfætt
nýtur andartaks
og dásemda

Dansar fram
yfir sumar
fram á haust

Augnar blikið ´*´*
varir næstum svo
lengi að það
mætti kalla það

*-eilífðarblik-*

Og mér dettur í hug
spurning ein sem er svo:
Drós næturinnar dansar þú svona fyrir alla
eða er þetta okkar stund, aðeins?


Án titils.

Ungur maður bjó
í húsi út við sjó,
björg sína úr því hann sér dró.

Hann óttaðist fátt,
fann sjaldan vanmátt.
Við Guð hann lifði í sátt.

Að óttast afkomu hann þekkti ekki
sinn eiginn herra, laus við hlekki.
vann á sínu eifin dekki.

Gjöful mið alltaf hann fann.
Guð er góður, sagði hann
á meðan hann vann.

En svo hætti sjórinn að gefa
og við Guð hann byrjaði að steyta hnefa
og í hjarta kveiknaði ótti er hann náði ekki að sefa.

Guð hann getur ekki verið góður,
ef hann lætur mig fara tilgangslausan róður.
Láta mig draga þyrsklingsfull netin er ég er þreyttur og lafmóður.
Nei slíkur Guð er ekki góður.

Í húsinu árin liðu og hjartað brann.
úti við sjóinn hvar hann miðin sín fann.
Einn áfram þraukaði ahnn.

Og á bana beði sínu
leið hann kvöl og pínu
hugsandi um gömlu miðin fínu.

Jafnvel ekki rétt áður en hann dó
gat hann í hjarta fundið frið né ró.
Hann taldi sig þá sjá Guð og hann bara af honum hló.







CNN FRÉTTA LJÓÐ, 2003.

Tungumál eru að deyja út
sömuleiðis þjóðflokkar.
Gömul indjána kona, meir í ætt við Inka
heldur en amríkuindjánann
talar við sjónvarpið dauðri tungu.
Enginn lærir af henni né hlustar á hana.
Hún er ein eftir og sjónvarpið svarar ekki til baka.


LÍFIÐ, ÞÖGNIN OG ÉG

Þögnin er gullin
sagði gömul kona mér.
Ég sagði: sjálfvera verður
að tala vilji hún vita
eitthvað sem önnur veit…
Þögn… Skilningur…,…,
Við skulum halda áfram
þessari ferð…

Ef þögnin er gulli skrýdd er þá ekki visku
í henni að finna?

Er lífið gætt frásagnar hæfileikum?

Býr lífið í lífinu?

Skilurðu hvað ég er að segja?

Hefurðu upplifað visku lífsins, hefurðu sannleikann í huga þér?

Já, lífið er fyrir mér sögumaður.
Lífið er hinn mikli listamaður
„kunstner elegans“.
Og ég hugsa, þess vegna er ég til
og ég hugsa, það sem ég er.
Ég reyni ekki að vera
né vil ég vera annað en það sem ég er.
Ég er…

Stundin heldur áfram.
Ég er blankur.
Ég hef skoðanir.
Ég er jákvæður með afbrigðum.
Ég drekk vín og á góðar stundir með sjálfum mér.
Og verð ekki kjánalegur af sopanum, þó ég standi á nöfinni á stapanum.
Og ég les visku lífsins
úr augum þér
og það glitrar af augnhimnu þinni
en ég hef samt aldrei séð þig…,.

Endir…,…,

HVAR ER LJÓÐIÐ SEM ÉG SETTIST NIÐUR TIL AÐ SKRIFA?

Teksti sem er svona í ritverkinu sjálfu er tilvittnjun í ljóð sem heitir Þögul eins og meirihlutinn eftir Einar má skáld og rithöfund.

Ég þoli ekki ástarljóð eða rómantískt væl.
En það þarf ekki að þýða það að ég hafi aldrei samið einhverja vellu
eins og þessa: Ástin mín ég vildi að við værum saman hér tvö undir sólinni.
Þessari björtu sól sem virðist skína okkar vegna og skapað sumarið,
sem virðist aðeins til komið að gleðja okkur.
Ég vildi að við værum tvö.
Já, bara þú og ég.
Og veröldin væri okkar leikfang.
Svona lagað þoli ég ekki því þetta er ekki harður sannleikurinn.
Sannleikurinn er sá að morð eru framin, stúlkum er nauðgað.
Þetta er draumur, í raun flótti frá veruleikanum en hann er sá að
sambönd karls og konu vara ekki.
Því einstaklingunum finnst þeir verða að vera einhverstaðar annarstaðar en þeir eru
þeir finna ekki frið í örmum hvors annars.
Parið leitar út fyrir sambandið.
Ríkjandi tilvera er fólki ekki næg.

Fólk þarf alltaf að leita út fyrir það sem það hefur.
Nema það eigi skítnóg af peningum og það eiga fæstir.
Og það þarf alltaf að gera sér einhverjar grillur um það hvernig náunginn hefur það.
Hann Eyríkur gæti haft það betra en ég, hann á eitthvað meir en ég.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að sálarlíf manna sé á bjargi byggt
er áreiti og kapphlaup nútímans er eins og það er.
Eða er þetta ekki svona lesandi góður?
Ætlar þú að segja mér að allt sé eins og þú vilt að það sé hjá þér?
Ætlar þú að segja mér að þú látir þér nægja það sem þú hefur og að þú girnist aldrei eitthvað annað og betra.
Ætlar þú að segja mér að þú sért það góð/góður?

Kyrrlát kvöld
og tunglsjósið glitrar á tjarnarfletinum
ungt par labbar heim á leið
það helst í hendur
í huga stráksins eru spoler kítti á nýu impressuna sem hann fékk á bílaláni
og í hugskotum stúlkunnar er hugsun um hvort hann verður henni nægjanlega góður.
Á hann eftir að græða peninga?
Getur hann orðið betri í rúminu?
Svarið er nei.
Þetta á eftir að enda í skilnaði ef þau á annað borð giftast.
Það er ég viss um.
Því fólk í dag er vitleysingar en það var reyndar fólkið í gær líka, það veit ég því ég hef ekki alltaf verið einfrumungur. Ég á mína foreldra.
Það vantar alla skynsemi í nútímann og fortíðin var basl.

Kannski er þetta bara Ísland?
Kannski er þetta bara vegna þess að við höfum haft svo sjúka þjóðarsál svo lengi.
Áður fyrri var hark og harðindi, skortur og dauði.
En svo kom stríð og þá komu peningar og sveltandi bændalýðurinn tók að streyma í kaupstaðinn. Já, hér áður fyrr var engin sæla að vera á Íslandi.
Og ég er bara röflandi vitleysingur, sem í raun hefur það allt of gott, og auðvitað er ég ekki sáttur við tilveruna og mannlífið í kringum mig.
Já, skorturinn og dauðinn var ríkjandi á Íslandi um aldir.
Og enn er skorturinn að segja til sín.
Enn eru hörmungar að finna í mannlífinu. Mæðrastyrksnefnd segir sitt.
Já, Íslendingar verða alltaf samir við sig.

En er þetta ljóð?
Því get ég ekki svarað, því hefur víst verið stolið og engin veit hvar það er niður komið. Nema síðast sást það í blokkinni og maðurinn í speglinum var eins og fréttamaðurinn á skerminum. Það hefur ekki sést síðan og hvernig á ég að geta samið eitthvað sem ég veit ekki hvað er?


Ég hef misst þráðinn. Já, ég er kominn út fyrir efnið.
Ég var að tala um Ísland. Var það ekki annars?
Um útkjálkann Ísland sem er einhverstaðar í Atlantshafi.
Landinu sem var líkt við flugmóðurskip og á því hefur tilvera okkar
byggst undanfarin misseri. Á legu landsins.
Í áratugi höfum við verið undir verndarvæng stóveldisins í vestri. B.N.A.
En í dag eru að koma nýir tímar.
Nýtt skeið fer að renna í hlað.
Evrópa er að renna saman í eitt og á okkur er kallað.
Og mögulega hlýðum við kallinu.
Því einhverjir vitleysingjar sem eru ekki í tengslum við raunveruleikann telja það okkur í hag að vera hluti sambandsins, þeir eru kannski svo barnalegir að halda að Ísland verði í hringiðu alls. Og því fóru þeir í það að selja alla bestu bitana frá ríkinu til að taka máttin úr því áður eð það óhjkvæmilega dinur ifir.
Ég tel að okkur kunni jafnvel að bíða enn meiri skortur.
Ef við rennum saman við stórfljótið, Evrópusambandið og afhendum mönnum í Brussel það sem við börðumst fyrir í tveim þorskastríðum.
200 mílurnar.

Allur sá auður kann þá að hverfa.
Kann að lenda í höndum pólitíkusa í Brussel sem eru að reyna blása lífi í
andvana fætt afkvæmi sitt EES.
Ísland er útkjálki sem verður fjársveltur.
Og kannski er ég enn komin út fyrir efnið.
Kannski ég ætti ekki að segja mína skoðun.
Kannski ég ætti að slökkva á huganum.

En hvar er ljóðið sem ég settist niður til að skrifa?
Hvar er þetta helvítis Ljóð? Hefur einhver fundið það?
Ég hef skrifað þetta og mig mun eflaust engin lesa sama hvað ég kann að skrifa mikið.
Ég trúi ekki á það að nokkur nenni að lesa það sem ég skrifa.
Mínar skoðanir komast líklegast aldrei lengra en það að verða ólesin texti, hugsanir í tölvu.
Já, og samfélagið… Kanski ég troði fleiru óviðeigandi inn í þennan texta.
Barnið í skólunum lærir hvernig það er að vera neytandi.
Já, skólarnir framleiða neytendur.
Því er ekki kennt að vera „on top of the game“.
Því er ekki kennt að spara og safna sér fyrir bíl og húsi.
Mér finnst að börnum eigi að vera kennt að spara og að þeim eigi að vera kennd lífsspeki við níju ára aldur. Tekna úr heimspeki og það ætti kenna þeim munin á huglægu og hlutlægu mati Og ég vildi einig gera alla Íslendinda ríka og ég sem kann ekki einusinni að skrifa Ljóð.
Og hver er ég? Nú er stórt spurt.
Ég er sléttur og felldur ræfill á bótum.
Já, það kann að henda menn að geta ekki tekið þátt í þessum
sjúka leik sem lífsgæðakapphlaupið er.
En ég er að spara.
Ég er að spara sjálfan mig og kannski ég brenni hægar upp en þið hin sem eruð á fleygiferð í gegnum tilveruna. Þið brennið upp og visnið, það gerum við öll.
Og hér sit ég geymdur á fjárlögum eins og ráðuneyti en ég fer aldrei framúr heimildum. Og…


Gæti verið rapp teksti.
Vitskertur heimur frá Föstudagskvöldi til laugardagskvölds.
Prologus.
Ég er 17tján ára er ég skrifa þennan teksta fyrst, en hann hefur tekið einhverjum breitingum síðan og eru nú 10ju ár síðan hann var fyrst skrifaður. Ég ætla að halda upp á það afmæli með því að gefa hann út á netinu með öllum þeim stafsettningar villum sem í honum finnast en ég hætti að skrifa ufsulon eftir að ég frétti að gamal háskóla Prófisor hepði gert það sama.. Hann var upphaflega skrifaður í síðumúlafangelsinu síðumúla 28 sem nú er tal sem nú er sameinað Íslandssíma og er víst orðið vodafón. Áþján heimsins er slík að það er ekki að unda að góðir menn verði örlítið brjálaðir. Góðar stundir.

Hei þú ég vil þig negla
en þar sem þú er svoddan mella
heimatar þú að ég borgi
en ég tek þig samt og það niðrá torgi.

Þegar ég er búinn að þrikkja
hleipur þú í burtu bikkja
en hrópar samt á eftir mér
ó, Guð Öddi ég mun aldrei gleima þér.

Áfram ég rölti og finn mér níja
það reynist vera hörku píja
sem segist vera til í allt
en samt hún talar um hvað það sé kallt.

Ég legg þá saman tvo og tvo
ákveð hvað skal gera svo
ríð henni til hita
og á baki hennar sé ég perla svita.

Slæ svo nett á bossan
og fer svo inná tecno bassan
finn tvíbura þar
þær sjá mig og eiga ekkert svar.

Ég fer með þeim tveim heim
og þar er haldið þryggja manna partí geim
Sem endar að farið er upp í rúm
Og þar er leikið þar til komið er úti aftur húm.

En svo biðja þær mig að fara út
og binda á vinin hnút
ég æði því næst út á götu
og sest upp í næstu lödu.

Keiri henni niðrá briggju
veit ekki alveg hvað ég hef í higgju
Fer út og bind um lappir stóran stein
hoppa í sjóinn og hverf inn í nýjan heim.

Örn Úlriksson ( sonur bakkusar)