Þetta er bara svona smá kvæði sem mér datt í hug að birta hérna.
Þetta á að vera einhvernvegin í áttina að gömlu þjóðskáldunum. Ég vona að þetta sé ekki of ömurleg tilraun. En satm endilega verið hreinskyli.

Undan himinbárunnar þunga
dynur regnið á landið unga.
Dreifist um lendur vænar
auðgar fallegar sveitir grænar.

Handan sjávarsins dökku strandar
synda fiskarnir innan landsins handar.
Bjargað hafa byggð eyjarinnar
byggt upp styrk sálu minnar.

Ofan frá fjallanna háu tindum
fylgjast fuglarnir með vorum syndum.
Sem landsins englar þeir aðvara þá
er sökkva í illskunnar djúpu á.

Takk fyrir.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."