Guð gaf mér eyra
og Guð gaf mér auga.

Ég sé:

Svarta sál mína
sitjandi á steini við sjóinn,
og með blóðugum klóm
slítur hún hjarta mitt
í klístraðar ræmur
og fóðrar saklausa fiska
á eitri.

Og ég heyri:

Öskur Sorgarinnar,
vein Örvæntingarinnar.
Þegar Þögnin
ætlar að ganga í salinn
maldar Áhugaleysið í móinn
og pískur Falskra drauma
yfirgnæfir engilblítt
hvísl Vonarinnar.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.