Hvernig geta þeir fyrirlitið, svikið, logið og barið..
skilja eftir sig djúp sár í hjarta manneskju..
Hvernig geta orð klórað mann í hjartarætur svo djúpt..
djúpt sár sem lengi er að gróa..

Sem villidýr æða um og særa allar sálir..
særa með kjafti og klóm..
Og verða ‘æðri’ og ‘betri’..
og mynda blóð, svita og tár..

Saklausar sálir með djúp sár í miðju..
niðurlútar, sárbæna um hjálp..
Hvernig reiðin myndast sem salt í sárið..
það er sem reiði minnimáttar..