Þú segir mér að þakka guði fyrir þessa gjöf,
en frekar myndi ég þakka honum fyrir að grafa mína gröf.
Það sem þú kallar engla kýs ég að kalla drauga,
því þeir hafa enga vængi og ekki neina geislabauga.

Svo ekki dirfast að yrða á mig með svona kjaftæði,
ég hef margoft beðið um frið en fæ aldrei neitt næði.
það skiptir ekki máli hvort ég vaki eða sef,
þeir þykjast allir mig eiga, ég engan valkost hef.

Fjölskyldan mín hræðist mig og vinir mínir horfnir,
þeir einu sem ég umgengst nú eru til grafar bornir.
Mig langar ekki að lifa en mig langar ekki að deyja,
svo gerðu það fyrir mig að láta mig vera og þegja.

Ef þú sæir það sem ég sé
myndirðu hræðast það sem ég sé,
en fyrst þú sérð ekki það sem ég sé,
þá skaltu ekki tala um það sem ég sé.

Það þýðir ekki að flýja því þeir munu mig alltaf finna,
tilgangslaust að berjast því þeir munu alltaf vinna,
þeir hafa engu að tapa en vitund mína að græða,
svo þeir halda áfram að angra mig, pynta mig og hræða.

Verstu martraðir þínar eru grín í mínum augum,
ef þú sæir sýnir mínar myndirðu fara á taugum.
Ég óskað þetta sé draumur en það er engin leið að vakna,
af öllu því sem ég hef misst, geðheilsunni ég mest sakna.

Ef þú sæir það sem ég sé
myndirðu hræðast það sem ég sé,
en fyrst þú sérð ekki það sem ég sé,
þá skaltu ekki tala um það sem ég sé.

Einu sinni var ég venjulegur eins og þú,
svo byrjuðu þessar ofsóknir og líttu á mig nú,
hristist allur og skelf því við myrkrið er ég smeykur,
er einu skrefi frá sturluninni en er orðinn geðveikur,

Er ég dey mun ég ofsækja alla sem sögðu að ég væri að ljúga,
taka frá þeim geðheilsuna, þið höfðuð átt að trúa,
sögum mínum, tárum mínum, öllum mínum ótta,
höfðu átt að taka eftir að ég var standslaust á flótta.

Ef þú sæir það sem ég sé
myndirðu hræðast það sem ég sé,
en fyrst þú sérð ekki það sem ég sé,
þá skaltu ekki tala um það sem ég sé.

Ég heyri hlóð mér innan frá, grátur vitund minnar.
Annað hljóð hækkar ótt, hlátur geðveikinnar.
Ég heyri hlóð mér innan frá, grátur vitund minnar.
Annað hljóð hækkar ótt, hlátur geðveikinnar.

Ef þú sæir það sem ég sé
þá myndirðu hræðast það sem ég sé,
en fyrst þú sérð ekki það sem ég sé,
þá skaltu ekki tala um það sem ég sé.