Kyrrlátt kvöld
Dauðinn situr og bíður
Bíður fyrir utan gluggann minn
Á nóttunni heyri ég skerandi hlátur
Og rödd sem hvíslar”þú munt koma bráðlega”
Ég get ekki sofnað,
Svitinn lekur af mér,
Tárin renna niður kinnarnar
Glugginn skellur upp.
Ég heyri þungan andardrátt og aftur
Aftur kemur þessi skerandi hlátur, nema hærri
Ég finn andardrátt á iljunum
Upp kálfanna
Síðan hreyfist sængin
Ég opna augun snökkt
Og hverf….
Inn í þennan dimma og kalda stað.
Ég heyri hláturinn aftur og rödd sem öskrar
“loksins, loksins”
