Leynt um vanga læðist tár
löngum hef þín saknað.
Geymd í hjarta glötuð ár
gróa illa gömul sár,
gefðu grið svo hjartað fái vaknað.

Lófa þrýstir lítil hönd,
leitar eftir hlýju
Heilsar yfir haf og lönd,
hjarta þitt að nýju.

Vindar blása vonum burt
verri gerast taugar
vaknar aðeins vökvuð urt
visnar sú er grjótið þurrt
engar rætur laugar.

Nú bið ég þig bróðir minn fróður
að búa mér ráð, vertu góður.
Því kötturinn hvæsir,
og kjálkunum læsir
í mig, því ég á ekkert fóður.

Þar sem eftirskrif eru Hugsjúkt fyrirbrigði má ég til með að árétta að vísukornin tengjast ekkert hverju öðru. :)
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.