blágrænt gasið svífur inn í herbergið
eins og vofa sem vill mann feigann.

Ég reyni að anda ekki að mér
en gasið er alls staðar
og ég verð að anda
en ég kemst ekki út.

Ég dreg inn andann.
Ég hósta ekki,
því ég get það ekki.
Lungun hafa stíflast.

Ég lýt á höndina á mér,
það er eins og hún hafi stækkað,
æðarnar hafa stækkað.
þær þrútna út,
svo mikið að þær glóa.
Sársauki alls staðar.

Æðarnar byrja að springa,
fyrst í tánum
og vinna sig svo upp.

Ég missi allan kraft.
Ég fell á hnén
en finn ekki fyrir því.
Sest á hæla mína,
finn ekki fyrir því.
Dett á hægri hliðina,
finn ekki fyrir því.
Finn engann sársauka,
finn enga vellíðan,
finn ekki neitt.
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey