Litlar tær…
barnshjartað slær…
augun opnast…..

…sýndu mér vatnið sem flæðir um allt,
fossana sem falla og höfin djúp og blá…

…sýndu mér moldina, hina frjósömu jörð,
rósir, fjólir, liljur og tréin sem fella sín lauf…

…sýndu mér sólina skína um allt,
fuglana sem fljúga og töfra eitt lítið lag…

…sýndu mér lífið sem iðar um allt,
pöddur undir steinum og dádýr inni í dal…

…sýndu mér stjörnurnar, sem sínum töfrum strá
líkt og glimmeri út í nóttina og lýsa upp dimma nátt…

…sýndu mér fólkið, tár þeirra og bros,
tóna, dansa, leiki, hugrekki, dug og þor…

…sýndu mér hatrið, hinn blóði drifinn heim,
og vonskuna sem kraumar í iðrum þessa heims…

…sýndu mér ástina, hennar kraft og mátt,
og kenndu mér að elska og faðma hverja sál…

..sýndu mér þig og sýndu mér mig,
sýndu mér hana og sýndu mér hann…

…sýndu mér heiminn er þú fæddir mig í…