Bundnar hendur og brjálæði
böl og endalaus sársauki
blóðhlaupin augu, böðlar verki
mun bera að eilífu þeirra merki.
Ég græt og gnísti tönnum
gefst loks upp fyrir mönnum
sem ekki sjá
að agnar sál
þjáist þeirra vegna,
en það er víst ekki mitt að hegna.