Augað mitt og augað þitt
og þá fögru steina,
mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.

Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt sem er,
aldrei skal ég gleima þér.