núna er stríð í heiminum, sem við fáum fréttir frá á hverjum degi, en samt er ég nú sáralítið búin að finna um það hér á huga.is svo ég ákvað að senda inn ljóð sem ég gróf einhversstaðar upp, þetta er um stríðið (ef þú fattar það ekki á ljóðinu) en lesið þetta bara og segið hvað ykkur finnst!!

Ég horfi út um gluggann,

En vil ekki sjá það sem ég sé.

Neita að sjá kvölina,

Neita að sjá hungrið sem ásækir meðborgara mína,

Neita að sjá að fólkið er að deyja.

En það er ekki allt,

Fólk er á víð og dreif

Drepið út af engu,

Og það er ekkert sem ég get gert!


Ég lít frá glugganum,

En ég heyri en hljóð,

Ég vil ekki heyra,

Óp fólksins,

Né hljóð í bissum þegar skotið er af,

Ég vil ekki heyra neyðarópin þegar einhver er skotinn.

ÉG vil hvorki sjá, né heyra

En þó ég neiti eyrum mínum hljóði,

Heyri ég samt!


ÉG heyri hleypt af bissu

Eins og eldingu hafi slegið niður.

ÉG sný mér við,

Öskur kvenna óma um stræti borgarinnar,

Grátur barna heyrist hátt og skýrt,

Þessi hljóð fylla hvern krók og krima,

Þó ég neiti því að það sé satt.


Ég finn hvernig tárin byrja að streima

Ég deg fyrir gluggann og leggst aftur upp í rúmið,

Ég finn hvernig tárin verða alltaf fleiri og fleiri,

Renna hraðar og hraðar.

ÉG vil ekki vera hluti af þessu,

Hluti af þessari grimmd.


ÉG sit inn í fínu herbergi,

Með gluggatjöldum og rúmi,

Og ég hugsa til fátæka fólksins

Ekki á það mikið,

Ekki einu sinni rúm.

Ég þurrka tárin burt

Og dreg frá glugganum.



Maturinn er kominn,

Fólkið safnast saman á torgið,

Og rífur til sín pakka,

Ég sé margar hendur,

Mörg andlit.

Fólkið rífur til sín pakka,

Og heldur frekar fast,

Í ótta við að deyja þau hlaupa á brott.


Ég sé margar hendur

Og mörg andlit.

Ég sé mikið hungur

Og mörg dráp,

Ég heyri hávær öskur,

Hvert sem ég lít.

En aðalega sé ég stríð,

Ég sé þjáningu,

Og hatur.