Myrkrið kemur og ljósið fer
Skáldið mun ávallt sitja hér
Blekið hefur bundið hans hönd
barátta er háð um hans lönd
Goðin gleymdu sér um stund
Glottið á Fenri lýsir hans lund
Krafsaði og klóraði,beit mig á háls
kýldi hann kaldan og missti ég máls
Blæðandi og blautur ég fór til hallar
bandsettur vörðurinn nú á mig kallar
Og hvert ætlið þér vinur að fara
Ég ætla mér Óðinn niður að stara
Ég kýldi hann kaldan og fór svo inn
kornungur að finna Alföðurinn
Í hliðskjálf hann sat og tefldi
helvíti mikið þetta efldi
því hann spilaði við einn lítinn haus
og hvorugur varganna var þá laus
Ég kýldi hann kaldan og tók hans hár
Vesalings karlinn varð æ! svo sár
Ég skreið síðan út og hrósaði happi
hver kemur þá. Hinn mikli kappi!
Með Mjölni á loft hann lumbraði á mér
mjösvelgurinn sjálfur var mættur hér
Hann á mig öskraði og skammaði
með mig heim hann svo þrammaði
Hann henti mér inn og ógnaði mér
Skáldið hann skildi eftir hér
En glaður í alla nótt ég sef
Því hár hans Óðins ég enn þá hef.