Í morgun varð mér tilgangurinn með öllu heila klabbinu allt í einu svo undarlega skýr.

Gullna hárið úfið, augun enn þrútin af löngum nætursvefni, raddböndin ekki alveg tilbúin fyrir nýjan dag. Alltof lítill til að skilja hvers vegna pabbi er farinn. Alltof lítill til að skilja hvers vegna mamma grætur svona snemma morguns. Finnur sig samt knúinn til að hugga hana.

Vefur berum hvítum handleggjum um tárvotan háls og segir mér að hann elski mig. Og þá skilur mamma skyndilega allt.