Eitt lauf í vindinum flöktandi fauk,
fann sig um loftið fjúka.
Æfi á grein, sínu lífi lauk,
langaði burtu að strjúka.

Hvert lauf sem fölnar á lífsins tré,
losnar af grein og fýkur.
Fellur á jörð og finnur sér hlé,
fölnar og lífinu líkur.

En lífsins tré, það laufgast á ný,
lífið það kviknar og grær.
Og sólin það vermir að vori svo hlý,
veitir því yl, vorsins blær.

Eins konar lauf, er lífið þitt,
laus frá trénu þínu.
Þú átt minn hug og hjarta mitt,
ert hluti af hjarta mínu.
nokk nokk who´s there