Þar sem ég sat
á sunnudegi
heyrði ég lag
í útvarpinu.
Það minnti mig á sunnudagana
þegar ég var lítil:
sunnudagsmorgnar um miðjan vetur,
mjúkur snjórinn féll á kyrran bæinn,
kirkjuklukkurnar sem hringja í fjarlægð.

Þá heyrði ég annað lag.
Það minnti mig á sunnudagsbíltúr
í Reykjavík
Há hús sem skyggja á sólina,
steikjandi hitann í bílnum
og ísinn bráðnar.

Enn eitt lag byrjaði í útvarpinu.
En það minnti mig ekki á sunnudaga,
heldur það besta í lífi mínu:
Það minnti mig á þig.


Pála D.
Fólk er fífl