Flóttamaðurinn. Mest allur tími flóttamannsins í fjallahéruðunum fór í að vona að einhversstaðar í grænni hlíð leyndist lítið hóruhús. Atvik. Hey það verður að stoppa vagninn. Það er gömul kona hérna fyrir utan sem hefur ekki séð barnabörnin sín sjö mánuði. Þar sem að þau eru afar tímabundin þá ætlar sú gamla bara að taka sér skreppitúr til þeirra með kakó og nýprjónaða ullarsokka. Vagnstjórin“Því miður þá verður hún þessi vinkona þín bara að fara í ullarsokkana og súpa svolítið á kakóinu vegna þess að næsti strætó kemur ekki fyrr en eftir tuttugur mínútur og það er fjandans rigning úti”.