Sumir lifa á Tunglinu alla týð
Líkt og undirmálsorkusogarar
Kýla sinni frekju yfir á sakleysið
Brenna Kirkjur og sjúga blóð

Vinur sagði mér réttilega einn daginn:
''Til að lifa þarftu að taka
Tunglsljósið og nota það til að komast í sólarljósið.''
Grunar hann hafi meint ég þyrfti að þyggja hjálp

Fórnir ógnarvætta og skrýmsla
Hættum þessum rembing
Hjörtum mun blæða

Ef ég forðast lánadrottna
þá fæ ég vexti,og heimsókn
Ef ég lyfti þá fæ ég vöðva
Ef ég læri fæ ég þá vinnu
Ef ég gef,þá vona ég muni fá

Fínt líf,eða var það líf?
Gékk um götur og hló að smáborgurum
Hékk á Hlemmi og skaut ótta á hina óbreyttu
Um helgar kom æskan í formi augnabliksins
En einsog daginn þaráður þá speglaðist samviskan í öllu þessu lífi

Aftur í dag þá geng ég í sólarljósi
Svona næstum alltaf skín það frá mér til ykkar
Því að þessi gamli djöfull var tekinn í sátt
sem býr Tekinn í sátt af Englinum í mér og þé
The Greatest trick the devil ever pulled,