Í rigningu haturs ríður þú burt
rekur sverð í gegnum mitt hjarta
myrkrið svo hylmandi, hatrið svo kjurt,
held mig í tilveru svarta.

En upp kemur ljósið, lýsist upp byggð
loksins þá birtan inn flæðir
hjartað, svo brotið, gefur upp hryggð,
í huganum mikið á mæðir.

Ekki gefast upp, elskan, það er til ást
ei láttu myrkrið þig vinna
við öflin, öfl haturs, þú verður að kljást
elskaðu til endaloka þinna.