Ég hélt að ég gæti aldrei samið ljóð aftur,
að það myndi aldrei ganga upp,
því það væri bara veggur kringum hjartað,
ég myndi aldrei geta samið ljóð aftur,
sama hve oft og mikið ég reyndi.

Mig langaði alltaf að semja eitthvað fallegt,
eitthvað um lífið og hamingjuna,
en ég kom mér aldrei afstað,
það var eitthvað sem stöðvaði allt flæðið frá hjartanu,
eitthvað sem gjörsamlega stoppaði allt af.

Mér fannst lífið hafa misst allann tilgang,
eins og allt væri búið,
og að það væri ekkert eftir nema dauðinn,
en dauðinn var ekkert vondur,
ég gat samið um dauðann og hvernig hann er.

Mín ljóðkunnátta var aldrei góð,
einhvernveginn var hún alltaf stop,
nema þegar eitthvað viðburðaríkt gerðist,
þá fór allt að flæða og flóðið stöðvaðist ekki,
en nú er flóðið búið og hefst ekki á ný.

Guðlaug 2003