2 ljóð sem ég samdi í rænuleysi svefn- og næringarskorts og þau eru hvorki frumleg né segja eitthvað annað en öll önnur saknaðarljóð, en mér þykir samt mjög vænt um þau og langar að senda þau hingað! ég held að viðeigandi titill fyrir bæði tvö sé:

Haukur (F. 1. júní 1986 - D. 16. mars 2003)


Þið Messías Kristinnar geymi,
nákaldir forfeður venji á skjótt
að úr gröfinni og allt öðrum heimi
þú ásækir mig bæði dag og um nótt.

Hvenær og hvar sem þú bíður
má hugur þinn vita það klárt
að hvern dag sem hjá löturhægt skríður
ég sakna þín, sakna þín sárt.

En þrátt fyrir beiskju og efa
ég tóri um ókomna tíð
og með þessari hugsun ég sorgina sefa;
Við sameinumst aftur um síð.



Úr brynvarðri rennireið Satans
kom ári og leiddi mig burt
á villuleið sorgar og haturs
og taumlauss táraflóðs
um hana ég ráfaði villt
uns minning þín sótti mig heim
og sýndi mér villu míns vegar
sýndi mér friðmæli og þrótt
svo núna um móðuna ég sveima
finn hvorki gleði né sorg
mitt taumlausa táraflóð stíflað
en hláturinn rámur og hás
"