Gamli Jón var einn á ferð,
á ferð var seint að kvöldi.
Gömlu, brotnu beinin ey
borið gátu meir.

Beinin bognuðu og gáfu sig,
að þrotum var hann kominn,
óskaði sér nú þess eins
að vera kominn heim.

Bæn hans Jóns hún ey var heyrð.
Útí myrkri nóttunni,
þar lognaðist hann út af.

Gamli Jón var kominn nú
að gullna hliðinu.
Óskaði eftir inngöngu
en var hafnað samstundis.

“Drykkja, hórlíf og mikið verra,
allt þetta þú studaðir,
sýndir engin merki´ um það
að eftirsjá þú hefðir.”


Þegar hann Pétur lykla
lokið hafði máli
Gamli Jón, hann tók til máls,
og illum orðum hreytti.

En hann Lykla-Pétur,
sem mörgu var nú vanur,
stóð í stað og starði,
og það var þá hann sagði:

“Gakktu brott nú, Kölski,
og lát ey sjást hér framar.
Snúðu aftur til heljar,
læstu og lykil éttu.”


Hvað finnst ykkur um þetta?