Ekki get ég hætt að hugsa um þig,
Ég vona að þú hugsir líka um mig.
Þú segir að ástin fari sínar leiðir,
yfir hæstu fjöll og heiðir.

En ást mín stendur í stað,
þótt ég skrifi um ást,
á þetta stóra blað.
Er erfitt við hana að fást.

Kannski ert þú vinur í raun,
Eða veit ég ekki baun
því hugur þinn er mér óvís,
Og þessvegna finn ég aldrei mína paradís!

það er að vísu langt síðan þetta var en ljóðið segir ennþá sömu stöðu..
hugsaðu málið elsku Sæþór!