Vaknaði snemma,
Fó á stjá,
Hélt ég hefði stigið,
Köttinn á.

Skellit mér í sturtu,
Það var svo heitt,
Heyrði smá brothljóð,
Allt var breytt.

Hugsaði með mér,
Hvað var það,
Þó ég hefði skellt mér,
Smástund í bað.

Fór úr sturtunni,
Gáði hvað var að,
Það var eitthvað brotið,
En hvað var það?

Það var hjartað sem brást,
Tættist í sundur,
Þetta brothljóð í hjartanu,
Var algert undur.

Tók fyrir hjartað,
Fann hjartað slá,
Afhverju fór ég úr sturtunni,
Til að gá?

Ég hafði svo lengi,
Afneitað þessu,
Að hjartað væri brotið,
Hafði skroppið í messu.

Nú var komið að því,
Að græða sárin,
Mig vantar smá hjálp,
Nau, þar kemur Kárinn.