Lét tæla mig, féll í djúpa gyfju.
Átti ekkert svar, komst ekki út.
Þvældist bara um.

Líkt og leiddur fyrir aftókusveit,
átti aldrei von. Sogaðist strax inn,
í vítahring. Grunlaus um afleiðingar.

Kunni ekki að iðrast. Fór að sjá mig
hverfa. Kunni ekki að stoppa.
Vantaði björgun, vildi meir.

Tímaskynið horfið. Útlitið svart.
Stefndi í glötun. Eygði von á ögurstundu.
Greip svo fast, mig verkjaði.

Fann mig brenna, verða að ösku.
Pússlaði mér smám saman aftur. Nokkra bita
vantaði. Leitaði þeirra ekki.

Reis upp aftur. Betri en í gær.
Byrjaði að nýju, standast allt ég verð.
Gefst ekki upp. Á mér nú líf.
“she's the tear that hangs inside my soul forever”. (Buckley).