Davíð er í baki beinn
bragðar ögn á víni.
“Seg mér Davíð” hrópar Hreinn
í hálfkæringi og gríni.

“Þreyttur ertu eflaust á
erli pólitíkur.
Hvernig væri að fara frá,
fáránlega ríkur?”

Undir borðið ætla þá
eins og Kári að pota
milljónum sem enginn á
og aleinn máttu nota.

“Heyrðu Davíð, dreypa skalt
á dýru eðalvíni.
Og hlæja með mér hátt og snjallt
að hálfkæringi og gríni”.