finn hjartað slá, lungun vinna loft
ég finn tilfinningar brjótast út. þetta gerist nokk oft
ég finn hvernig tveir heimar koma saman í inn í mig einan
og sektarkennd og sakleysi- reyna
að brjótast út, og vera ríkjandi- ég geng um reyni ekki að særa
ég reyni að uppfæra mína tilfinningar, og hafa þær tærar
en í þessu máli er það erfiðara an áður
ég finn að ég er bráður- ég er þeim báðum háður
leyta að ráðum, hvers get ég leitað til?
mér líður eins og þetta sé allt búið spil
ég engist um í glötun hversdagsins, dagsins í dag
mér líður eins og ég verði dæmdur af dómstólnum í Haag
krýp á kné, hugsi, plana næstu daga
með hjartað í buxunum og ristilinn upp í maga
samviskan nagandi- lifi ég þetta af?
flestir væru ánægðir í mínum sporum- vildu lifa einn dag
í mínu lífi- en þá myndu þeir lenda í tilfinninga stríði
ég er minn eigin versti óvinur- þótt að í hjartað mig svíði
þá held ég áfram að hryggja mig-mér líður eins og ég þurfi að tryggja mig
fyrir sjálfsmorði- svo ekki vera að styggja mig
en ég sest niður og ég hugsa minn gang
hverja vil ég fá í mitt fang……