Ef það verður stjörnubjart í kvöld
skal ég léttast um nokkur kíló
og taka upp á því aftur að elska
konuna mína.
Ef ekki þá rétti ég
henni fjarstýringuna
og ropa svona til að
starta samræðum.