Ég fékk mér sleikjó úr krukku í dag án þess að vita hvaða bragð var af honum.
Eftir þónokkra umhugsun var ég enn
ekki kominn með niðurstöðu og þá datt mér í hug.
Er þessi sleikjó eftirmynd lífsins?
Að mínu mati er lífið eins og hringur, við fæðumst, eldumst, deyjum og endurfæðumst. Heill hringur.
Svo er það bragðið, margir menn hafa eytt mörgum æviskeiðum í þeirri endalausri leit að tilgangi lífsinns, alveg eins og ég hef endalaust reynt að finna hvaða bragð er af þessum sleikjó sem að ég hef uppí mér.
Er hunangsbragð af honum? Hunangsbragð eins og sætleiki lífsins? Eða er súrt bragð af honum sem tákn fyrir hversu súrt lífið getur verið?

Ég hef ekki ennþá komist að niðurstöðu en ég held að næst þegar að þú lesandi góður bragðar á sleikjó veltir fyrir þér hvort að sleikjóinn þinn sé eftirmynd lífsins.


Ég þakka fyrir,
Ykkar api í gríni og glensi,
Chimpatan.
—————————-