Skrifað 1996, en hefur verið birt áður í mogganum ´97 ef ég man rétt.


Síðan heimurinn fórst,
hef ég verið,
verið að leita að þér.
Á þeim degi,
er allt varð svart,
stóðst þú mér við hlið,
og varðst með mér vitni,
að sekúndunum á eftir heimsendi,
en þú ert ekki lengur hér,
ekki hjá mér.
Hversvegna þurftir þú að fara,
gast þú ekki verið hjá mér?
Hvert þurftir þú að fara,
er þetta ekki ágætt hér,
þar sem allt er svart,
og ekkert er,
nema ég,
og þögnin.