Til samfélagsins

Mín mjúku tár
og mörgu sár
eiga ekkert í þig.
Í þínar þrár
þú engu að síður
vélar mig.

Dulinn Draumur,
Daufur glaumur,
étur sig inn í mig.
Nærist naumur,
núna hann fellur um
sjálfan sig

Skugga skilur
skammarhylur
ekkert á það í þig.
Blindur bylur
bræði minnar, mun loks
slátra þig.

En ég er lognið
og þú ert stormur.
Þú ert örninn
en ég er ormur.
Ávallt reyni
sífellt gleymi.
Þú ert allir
en ég sá eini.





Utan ljóðs: Kannski komið fullmikið af þunglyndisljóðum, en ég lét samt bara vaða. Ég ákvað að breyta til í lokaerindinu og sjá bara til hvernig það kæmi út.
Endilega segið hvernig hvað ykkur finnst og þið megið alveg vera gagngríninn því ég er ekkert smámunasamur.