Ég sé ekkert nema þig.
það er pirrandi.
ég veit ekkert hvað ég á að gera,
þú ert mín hjartans mynd
hvað á ég að hugsa um annað en þig?
þú ert mér bara efst í huga
og fyrir augum mínum.

Ég sé ekki neitt nema andlit þitt.
ég hugsa ekki um annað en góðmensku þína
og heiðarleikan.
Þó að þú sért hreinskilinn..
en þá samt góður.
Ég sé ekki mömmu
ég sé ekki pabba,
þú ert mér bara einn.
efstur í huga efstur í hjarta.

Þú ert mér líka allt,
ekki eitthvað smá.
Þú veist ekki hvað þú ert mér mikið
ég sé ekki,
ég heyri ekki.
Ég er lokuð.
hugsaðu bara aðeins til mín.