Tindrar ljós af glerjaðri storð
af geislum sólar
er fossa niður hlíðar Helgafells.

Mosagrey virðist mega sín lítils
en grípur athygli einmana ferðalangs
eða hálfgildings fjallageitar
á hagkaupsskóm.

Hann leitar einhvers
sem forðast ætíð nafngiftir
eins og ljónstygg rolla úr réttum

Hann mænir á Kötlu
hvíslar í hálfum hljóðum yfir hafið
og að eyrum hennar:
“Spúðu eldi beibí, spúðu eldi fyrir mig”.
—–