Líf mitt með þér
Nýfallin lauf, og litlir pollar.
Hreint loft og lyktin af þér
Á lítilli göngu, bara við tvö
og litlir fætur sem hlaupa á undan.
Að vakna við örlitla golu að morgni
og finna lykt af vínvið og ólífutrjám.
Ég sný mér að þér og horfi á þig sofa,
sé sængina liftast hægt og hljótt
Augu sem opnast, hugur sem vaknar.
einn lítill geispi og fallegt bros.
Af öllum mínum draumum eru þessir bestir,
litlir draumar, um líf mitt með þér.
Galdri
Mig langaði að taka þátt í þessum þráðum og ákvað því að posta eitt ljóð eftir mig :o) komment eru vel þegin.
Með Kveðju
Galdri