..:Í rétta átt:..

Andleysa í öðru hverju skrefi
þráhyggja andartaksins.
Og þrúgandi eilífð þess tíma
sem ég er fangi hér.

Hlekkir hversdagsleikans
hlykkjast á eftir mér
Í öðru hverju skrefi
fækkar um annan hvern hlekk
Og dagurinn telur hægt…
Sinn tíma

Ef dagurinn í gær væri í dag
þá væri ég ennþá hér.
Ef ekki í formi þá í hugsun
Því sál mín og líkami eru fangar
Í þessum þrælabúðum…
Þar sem tíminn líður afturábak.

Vonlaus barátta við krónuna
Vasar sem verða aldrei fullir.
Þeir tæmast á hverjum útborgunardegi
Því á þessum stað gengur tíminn afturábak
Og framtíðin var í gær.
Ég býst við að ég gangi þannig líka…
Fótalaus, afturábak.

Hvert fer allt þetta fólk?
Sem þrammar líkt og fangar
Í útrýmingabúðum Auschwitz.
Í hádegismat,
en það á hvergi heima
Og það eina sem þau éta
Eru innantómar skipanir
Háttsettra manna.

Enginn hefur dug
Enginn hefur þor
Til að snúa við
Og ganga áfram
Í rétta átt…



höf. S.M.J.