Syrpan á náttborðinu Á náttborðinu liggur syrpa,
Hún liggur bara þarna,
Óopnuð og það hefur enginn,
Enginn lesið þessa syrpu.

Hún er lítil og rauð með mynd,
Mynd af mikka og vinum hans,
Samt er hún eydd upp,
Rifin í köntunum.

Þetta er líka gömul syrpa,
Mamma átti hana,
Fékk hana á afmælinu sínu,
Þessi syrpa er samt falleg.

Á hún að liggja þarna lengur,
Eða ætti ég að taka hana upp,
Taka hana upp og lesa í henni,
Bara nokkrar síður.

Hún er svo einmana,
Mig langar að lesa hana,
Fletta gegnum hana,
Rólega, síðu fyrir síðu.

Þetta er það fyrsta sem vekur,
Vekur áhuga minn í langan tíma,
Mig langar til að lesa,
Lesa þessa gömlu syrpu.

Á ég að taka hana upp,
Fletta í henni og
Skoða myndirnar eða bara,
Bara láta hana liggja.