Ég var að læra að skrifa nokkuð sem er kallað prósaljóð.
Hér fyrir neðan er frumraun mín í slíkum kveðskap, vonandi líkar einhverjum þetta.

Fjöruferð.

Það var á dimmu vetrarkvöldi að í hvítfreyðandi fjöruborði
hlupu stoltir hundar hins nýfundna lands. Þeir léku sér kátir eins og lömb að vori.
Bjartir ballett dansarar svifu um himininn,
norðuljósin birtu upp fagran fjalla salinn handan fjarðarins. Ungi maðurinn horfði á eftir hundunum þar sem þeir ærsluðust við öldurótina og slógust um rekaviðsdrumb líkt og bræður hans slógust brjálaðir heima um stýripinnan að nýju leikjatölvunni þeirra. Honum þótti gott að koma hingað, þetta var hans heimur og allt annað fölnaði við hlið þessarar fullkomnu kvöldstundar.