Vináttan djúp og einlæg
tengist milli mín og þín.
Ég veit ekki enn hvað þú heitir
eða hvar þú býrð.
Í hugarheimi verðum
við vinir að eilífu.
Þótt við rífumst og reiðumst,
við verðum alltaf eitt.
Ég flyt kannski í burtu,
eignast annan vin.
En ég mun aldrei taka neinn fram yfir þig,
besti vinur minn.
