Þetta ljóð skrifaði ég á 15 mínútum eftir að unnusta mín til 2ja ára tilkynnti mér það að hún elskaði mig ekki lengur og hún þyrfti að fá smá tíma án mín til að vita hvað hún vildi. Þessi tími breyttist í 5 daga sem fóru þannig að við hættum saman. Erfitt maður.
———————————————– ———-
Söknuður

Ævarandi er ást mín á þér
Þú ert miklu meira en ég óskaði mér
Okkur urðu á mistök sem ristu okkur djúpt
En sambandið í heild hefur alltaf verið ljúft

Ég vil ekki meina að allt sé mín sök
En mér finnst ég vera að drukkna í svellkaldri vök
Söknuður sem nýstir er allt sem ég hef
Sársauki mig kvelur og endalaust kvef

Það er miklu meira sem ég hef þér að gefa
Einmannaleika okkar beggja vil sefa
Ég vil ekki trúa að við eigum enga framtíð
En að þrauka er erfitt í þessari samtíð

Erfitt það að hitta þig verður
En ég er nú bara þannig gerður
Á hverri nóttu mun ég liggj’einn og lúra
Þegar við tvö gætum verið saman að kúra

Ég vil að við tökum aftur saman
Vittu til, það verður meira en gaman
En eitt skaltu vita, ég treysti þér
Jafnvel miklu betur en sjálfum mér

Ást mína ég legg nú milli þinna handa
Ég bið þig bara valið að vanda
Eina búrið er getur haldið þér frá mér
Er einungis það sem þú smíðar þér

Ég veit þetta er erfitt og eflaust reynir þig á
En fræjum ástar í hjarta þitt ég vil sá
Vinur þinn verð ég hvað sem á dynur
En ég vil samt vera miklu meira en vinur

———————————————- —————–
Ég ætlast ekki til þess að allir skilji þett en þetta er um rosalega mikið sem var búið að vera í gangi hjá okkur.

Endilega póstið follow-up og segið mér hvað ykkur finnst.