Mín helborna dís
er sál minn togar,
að sjá þig mín bíða
í stingandi regninu,
rauð og tignarleg
er sólin sem rís.



Áður er ég var
ungur og óáreittur,
hljóp um grænt engi.
Reikaði þá hugurinn,
frjáls hann þá flaug
svo ofsalega langt.

Minningin mig vitjar
er ég hitti þig fyrst.
Þokkafull sem hópur
rjóðra yngismeyja.
Þar í laumi þú
merktir mig þinn.

Í faðmi þínum
ég vildi helst felast.
En þróttinn þá þvarr,
hamingjan hún hvarf.
Svarta slæðu yfir
andlit mitt svo lagðir.

Líkaminn naut þess,
en hugurinn gleymdist,
brotinn andi undan leit.
Regnið mig ei fann
og sólin mig ei sá.
Syndin hjá mér settist.



Er frá henni vildi fara
í maga minn tók,
hóf í hann að naga.
Lék um mig hitinn.
Syndin mig togaði
svo ofsalega fast.

Nú þú mín bíður.
fegurðin tælir,
hugurinn sortnar,
líkaminn skelfur,
andinn bíður spenntur.
Hvert verður mitt val?