Ég sat fyrir framan tölvuna áðan.. og bara drullu leiddist.
Þessvegna ákvað ég að semja ljóð um það hvað mér leiddist alveg hryllilega.. þetta er ekkert gæða ljóð enda er það samið jafnóðum og það er skrifað.. og ekkert hugsað um línurnar…… en hérna kemur það.

Mér leiðist svo mikið að ég er að kafna
Geðveik ég verð og á Kleppi ég hafna.
Mér leiðist svo mikið að ég get ekki meir
Verð eitthvað að gera áður en litla ég deyr!
Mér leiðist svo mikið að ég er að dofna
tengsl milli heila og líkama rofna
Bráðum ég leggst hérna niður og sofna
og vakna aldrei meir!!

Ég get ekki hugsað, heilinn í dvala
gef frá mér hljóð eins og köttur að mala
stari í bláinn en ekkert ég sé
móða hylur allt grasið og trén
Ryðgaðar hreyfingar, tannhjólið brotið
dröslast rétt áfram sem dýr sem var skotið
Það vit sem ég hafði er langt burtu flotið
Ég hætti að geta mig hreyft.