Autt blað,engin orð
innantóm hugsun, morð.
Hvítar síður,kaldar hendur
kærleikansmarki brenndur.

Spyrjandi við dauðans dyr,
drottin því komstu ekki fyr
Og klæddir sálina sjúku
í svörtu klæðin mjúku.

Setningar án orða, orð án hljóða
óvinir allra heimsins ljóða.
Dapur hugur,dreymandi hljótt
drukkna ölvaður alltof fljótt.

Koma dagar kastalanum í
kæfandi vonin svo björt og hlý
Þeir grafa og þær gleyma
gegnum myrkrið saman streyma.

En engin orð geta missin bætt
og auðdrepna vonina aftur glætt.
Bókinni lokað, búið er spil
bara að við kynnum að vera til.
Gríptu karfann!