“bagdad” mínus “gda” myndar orðið “bad”
“usa” mínus “u” plús “d” myndar orðið “sad”
ríkisstjórn bush er skipuð afturhaldsköllum
með putta og nef sín í rassgatinu á öllum…

þó írak hafi vopn eru það vopn frá bandaríkjum
þau er kannski falin í byrgjum eða djúpum síkjum
kanar leita reiðir að nálum í stórum heystakki
finna ekki neitt því vopnin sjálf eru á flakki!

evrópuþjóðir hlusta í blindni á bush og hans ræður
fáir mótmæla – bara frakka- og þjóðverjahræður
innrás í írak er greinilega á döfinni – gerist fljótt
ég ætla að loka mínum augum – því þetta verður ljótt!

innrásir hér á landi tíðkast einnig í miklu magni
alcoa platar alla ráðamenn heimska með lagni
náttúran á ekkert val – er kæfð í nokkrum skjölum
mótmælendum þagna en með miklum sálarkvölum…

vesturbæjarmæður ræða málin fram og aftur
en í setningum þeirra er mjög lítill kraftur
sumir vilja stríð og mengun – aðrir vilja frið
aðrir segja að þetta komi okkur ekkert við!!!

kannski á maður bara að loka eyrum og þegja?
á morgun kemur allt í ljós – hverjir munu deyja
náttúran í kárakúkum liggur á dánarbeði veik
málefnin í miðausturlöndum eru löngu farin í steik…

fyrir mitt leiti og fjölda annarra ljóðskálda hér
segi ég: “djöfull er kominn mikill hiti í mér!!!”
mér gæti ekki verið sama um morð á saklausum
eða heimskuna í andvana ráðuneytishausum!!!

ég mótmæli virkjun – ég mótmæli stríði
reiði mín getur ekki dvalið lengur í hýði
ég verð að segja mitt álit – og segja það hátt
ég vil frið, ég vil náttúru og ég vil sátt!!!

innrásir hér, innrásir þar, innrásir allstaðar!
hvergi kemst maður í skjól og öruggt var
látum ekki heimsku nokkurra ráða öllum löndum
alheimsvald á ekki heima í svona fáum höndum!!!


-pardus-


***Þetta ljóð er algjörlega án stuðla og höfuðstafa – kannski er það líka torlesið – þetta er meira ætlað sem þungarokkssöngtexti – ekki sem ljóð. Það þarf að lesa þetta með ákveðnum hætti***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.