Ég er ekki með fullu viti,
eins og ég á að mér að vera.
Ég sé laufin lenda með þyti,
þótt ljúf og fríð á sé að bera.

Ég hugsa veröldina ekki vel,
ég veit ég er ekki með sjálfum mér.
Mér verður ekki slíkt um sel,
að spurja mig hvað ég geri hér.

Ég kvelst, ég þjáist illa,
ég get ekkert að þessu gert.
Ég verð að fá góð ráð við þessum kvilla,
því að hold mitt er núna bert.

Ég er einn, berskjaldaður úti í heimi,
ég vildi að ég læmist burt.
Ég væri til í að svífa úti í geimi
en verð að vera hér um kjurrt.

Alexander (*NPLS)


*Not Professional ljóðskáld.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.