Einn ég gekk í bæinn
og heimsótti kaffihús
ég hafði ekkert með mér
nema minninguna og trega blús.

Þar inni var ekkert andlit sem ég þekkti,
enginn sála sem deila mætti með sorg eða gleði.
Og þó! við borðið í horninu okkar
sat andi þinn og horfði í kertaljós.
Hann sagði hæ, komdu og sestu og segðu mér
frá öllum þínum draumum og sorgum.

Ég varð dálitið hissa og pínulítið hræddur
settist samt niður og lágum rómi spurði.
“Hvað ertu búinn að vera hérna lengi
og hvenær og hvaðan komstu eiginlega?”

Hann sagði, ég kom nú með þér
og fer út úr þessu húsi um leið og þú,
ég verð alltaf hjá þér og alltaf með þér.
Það áttu eftir að læra og finna,
við erum jú sálufélagar ég og þú.