Jæja, ég fékk mig loks til þess að birta ljóð hér á Huga.



Hafið
er eins og lífið –
skyldi vera á því endir?
Nei….það var einhver Magellan sem sagði:
„þetta er hringur!“

En ég trúi því ekki,
ég verð að komast að hinu sanna!

Ég stend og horfi í tíuþúsundastaskipti á hafið,
sem ávallt hefur verið mín rétta móðir.
Ég hef tekið ákvörðun. Báturinn er tilbúinn.
Og legg af stað………

Á kærum bláum sigldi sjó.
Söngvar bára veittu ró.
Róður óx er Ægir spjó,
ýtti bátnum, blés og hló.

Erfitt er það –
en enginn mun stöðva mig.
Ég mun komast að
sannleikanum,
fyrr eða síðar………



Huginn