Litli fuglinn
sem þáði mola úr lófa mínum
er týndur í kófinu.

Og ég rýni í kófið
og reyni að finna
vísbendingar um ferðir hans
en fæ ekki séð.

Kannski hýrist hann einn
í skjóli fyrir illum öflum
og verst haglaskotum himinsins
með því að snúa baki í heiminn.

Kannski var hann étinn
og kannski fann hann aðra.
Og kannski átti hún stóra mola
að gefa honum.

En hvernig sem er,
þá stend ég nakin í snjónum
og rýni inn í kófið
ef hann skildi snúa aftur
að fá sér mola.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.